Við boðum Krist

Sláið inn krist.blog.is á hverjum degi og fylgist með. Við sem stöndum að síðunni boðum ykkur Krist og hann upprisinn og tökum undir með Páli postula (I. Kor. 1.23-25):

Við prédikum Krist krossfestan, Gyðingum hneyksli og heiðingjum heimsku, en hinum kölluðu, bæði Gyðingum og Grikkjum, Krist, kraft Guðs og speki Guðs. Því að heimska Guðs er mönnum vitrari og veikleiki Guðs mönnum sterkari.

Þessum Kristi lútum við og konungstign Guðs. Þrátt fyrir öll mannréttindi og mannlega virðingu játum við líka, að við erum ekki sjálfra okkar, heldur Guðs eignarlýður og viljum kallast börn hans. Engin herratign á jörðu jafnast á við þann rétt okkar, sem trúum, til að kallast Guðs börn. Við berum því vitni að þá fyrst getum við séð heim þennan í réttu ljósi þegar við játumst konungsveldi Guðs.


Drottni heyrir jörðin og allt, sem á henni er,
     heimurinn og þeir, sem í honum búa;
því að hann hefur grundvallað hana á hafinu
     og fest hana á vötnunum.
Hver fær að stíga upp á fjall Drottins,
     hver fær að dveljast á hans helga stað?
Sá, er hefur óflekkaðar hendur og hreint hjarta,
     eigi sækist eftir hégóma
     og eigi vinnur rangan eið.
Hann mun blessun hljóta frá Drottni
     og réttlætingu frá Guði hjálpræðis síns.
Þessi er sú kynslóð, er leitar Drottins,
     stundar eftir augliti þínu, þú Jakobs Guð.

         *     *     *


Þér hlið, lyftið höfðum yðar,
     hefjið yður, þér öldnu dyr,
     að konungur dýrðarinnar megi inn ganga.
"Hver er þessi konungur dýrðarinnar?"
     Það er Drottinn, hin volduga hetja,
     Drottinn, bardagahetjan.
Þér hlið, lyftið höfðum yðar,
     hefjið yður, þér öldnu dyr,
     að konungur dýrðarinnar megi inn ganga.
"Hver er þessi konungur dýrðarinnar?"
     Drottinn hersveitanna,
     hann er konungur dýrðarinnar.
 
                   (24. Davíðssálmur)
 

 

K.1 skráði


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Kristinn þjóðarflokk !

Höfundur

Kristin stjórnmálasamtök
Kristin stjórnmálasamtök

Athugasemdir birtast ekki sjálfkrafa né strax og eru því aðeins samþykktar að þær fari ekki langt út fyrir efni blogggreinar, séu orðaðar kurteislega og feli ekki í sér árás á kristna trú og söfnuði né heldur lögbrot eða grófar persónuárásir eða hæpnar fullyrðingar án nafnbirtingar. Áskiljum okkur rétt til að útiloka menn kunna að árásum á kristindóm og kirkju. Og skrifið undir fullu nafni! - Skoðið eftirfarandi neðar í þessum dálki: TENGLAR – Yfirlit fyrri greina. For info. in English on this CHRISTIAN POLITICAL MOVEMENT, see HERE.

Bloggvinir

Feb. 2016
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29          

Nýjustu myndir

 • 11282531 1589495121310922 376275531 o
 • Steindór Sigursteinsson
 • 1184796 230094733815535 1832625948 n
 • IMG_1166
 • MBL0121255

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (10.2.): 27
 • Sl. sólarhring: 123
 • Sl. viku: 993
 • Frá upphafi: 285347

Annað

 • Innlit í dag: 10
 • Innlit sl. viku: 631
 • Gestir í dag: 9
 • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband